Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað fékk Thierno Barry frá Bjúgnakræki?
Thierno Barry í leik með Everton gegn Chelsea.
Thierno Barry í leik með Everton gegn Chelsea.
Mynd: EPA
Barry gekk í raðir Everton í sumar.
Barry gekk í raðir Everton í sumar.
Mynd: Everton
Leikmenn, stjórar og jafnvel félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett skóinn út í glugga í von um að fá glaðning frá jólasveinunum. Fótbolti.net ætlar að fjalla um það fram að jólum hvað jólasveinarnir eru að bjóða upp á þetta árið.

Núna skoðum við hvað Thierno Barry, framherji Everton, fékk frá Bjúgnakræki.

Það er aldrei einfalt að koma inn í ensku úrvalsdeildina sem ungur sóknarmaður, með væntingar á herðunum og pressu sem fylgir hverri snertingu sem þú tekur.

Hlaup, staðsetning og vilji eru til staðar hjá Barry en mörkin hafa látið á sér standa. Og þegar framherji fær ekki að finna netmöskvana reglulega, þá fer hausinn á yfirsnúning.

Þetta er klassísk staða sem margir hafa lent í áður og þess vegna vissi Bjúgnakrækir nákvæmlega hvað þurfti.

Markaskór
Engir töfrar. Bara nýtt par af markaskóm, nýtt upphaf.

Skórnir tákna einfaldan sannleika í lífi framherja:

- Stundum þarf bara nýja tilfinningu í fæturnar.
- Stundum þarf eitt mark til að opna flóðgáttirnar.
- Og stundum er sjálfstraustið hálfum sentímetra frá því að smella.

Barry þarf kannski ekki kraftaverk. Hann þarf bara fleiri augnablik þar sem boltinn endar í netinu. Og kannski hjálpa þessir skór við nákvæmlega það.
Athugasemdir
banner