Mohamed Salah hefur verið mikið í fréttum undanfarið eftir að hafa farið í umdeilt viðtal.
Hann var ósáttur með bekkjarsetu og tjáði fjölmiðlum það eftir að hafa byrjað á bekknum þriðja leikinn í röð. Framtíð hans hjá Liverpool eftir Afríkumótið er í óvissu.
Hann var ósáttur með bekkjarsetu og tjáði fjölmiðlum það eftir að hafa byrjað á bekknum þriðja leikinn í röð. Framtíð hans hjá Liverpool eftir Afríkumótið er í óvissu.
Curtis Jones segir að vandamálin séu leyst frá hlið leikmanna.
„Hann er sjálfstæður og getur sagt það sem hann vill. Hann baðst afsökunar og sagði 'Ef þetta hafði áhrif á einhvern þá biðst ég afsökunar'. Þannig maður er hann," sagði Jones.
„Hann var sami gamli Salah með bros á vör og allir höguðu sér eins í kringum hann. Ég veit að menn ættu að gera þetta á ákveðinn hátt en ef leikmaður er sáttur á bekknum og vill ekki spila og hjálpa liðinu, það er stærra vandamál."
Athugasemdir





