Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir af sér í kjölfar mótmæla
Mynd: EPA
Jeff Shi hefur sagt af sér sem formaður Wolves. Hann yfirgefur félagið eftir átta ár sem formaður en uppsögnin kemur í kjölfar óeirða og mótmæla frá aðdáendum félagsins.

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar er í leit að arftaka. Nathan Shi hefur tekið við sem bráðabirgðaformaður, hann er ekki tengdur fráfarandi formann neinum fjölskylduböndum.

Wolves staðfesti fréttirnar í yfirlýsingu, þar sem segir: „Jeff Shi hefur sagt af sér sem framkvæmdastjóri Wolves.

„Hann mun áfram vera formaður og forstjóri Fosun Sports Group en mun ekki hafa nein rekstrarleg verkefni tengd Wolves.

„Stjórnin þakkar Jeff Shi innilega fyrir forystu hans og þjónustu á síðasta áratug, þar sem Wolves hefur náð miklum árangri, bæði innan vallar sem utan.

„Samhliða því hefur stjórnin hraðað ferlinu við að finna og skipa fastan framkvæmdastjóra fyrir Wolves.“

Athugasemdir
banner