Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 20. desember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan svo gott sem búið að vinna kappið um Füllkrug
Füllkrug er 32 ára gamall og enn með tvö og hálft ár eftir af samningi við West Ham.
Füllkrug er 32 ára gamall og enn með tvö og hálft ár eftir af samningi við West Ham.
Mynd: EPA
Fjölmiðlar víða um Evrópu eru sammála um að ítalska stórveldið AC Milan sé með örugga forystu í kappinu um þýska framherjann Niclas Füllkrug.

Fullkrug er samningsbundinn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni en er langt frá því að hafa staðist væntingarnar sem gerðar voru til hans.

Hamrarnir keyptu Füllkrug úr röðum Borussia Dortmund í ágúst 2024 en framherjinn hefur aðeins skorað þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar í 29 keppnisleikjum síðan þá.

West Ham borgaði um 30 milljónir evra til að kaupa Füllkrug á sínum tíma og ætlar að lána hann út til að reyna að auka verðgildið á honum.

Wolfsburg er einnig áhugasamt en Milan er svo gott sem búið að ganga frá samkomulagi bæði við leikmanninn og West Ham.

Füllkrug hefur skorað 14 mörk í 24 landsleikjum fyrir Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner