Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 10:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard til í að hjálpa Liverpool á hvaða hátt sem er
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Arne Slot er í dag stjóri Liverpool.
Arne Slot er í dag stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Steven Gerrard segist tilbúinn að hjálpa Liverpool í hvaða hlutverki sem er. Hann vonast þó auðvitað ekki til að Arne Slot missi starf sitt.

Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool en hann var fyrirliði liðsins í fjöldamörg ár. Eftir að leikmannaferlinum lauk þá starfaði hann svo í akademíu félagsins.

Gerrard hefur undanfarin ár stýrt Rangers í Skotlandi, Aston Villa á Englandi og Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hafa ekki verið sérlega góð fyrir Gerrard á stjóraferlinum.

„Ég myndi hjálpa Liverpool við hvað sem er," sagði Gerrard nýverið er hann var spurður að því hvort hann hefði áhuga á að taka við Liverpool sem hefur strögglað á tímabilinu.

„Ég vil ekki sjá Arne Slot missa starf sitt. Ég vil að hann lagi hlutina og geri Liverpool aftur að frábæru liði. Ég var að skemmta mér um alla borg fyrir fjórum eða fimm mánuðum þegar Liverpool varð meistari."

„Ég er stuðningsmaður Liverpool og ég vil það besta fyrir félagið. En ef Liverpool þarf á mér að halda að einhverju leyti, þá mun ég vera til staðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner