Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Viljum við að fólk muni eftir okkur sem heiglum?"
Matt Doherty gekk aftur til liðs við Wolves sumarið 2023 en hann lék fyrir félagið í tíu ár frá 2010 til 2020.
Matt Doherty gekk aftur til liðs við Wolves sumarið 2023 en hann lék fyrir félagið í tíu ár frá 2010 til 2020.
Mynd: Wolves
Jörgen Strand Larsen er eftirsóttur fyrir janúargluggann.
Jörgen Strand Larsen er eftirsóttur fyrir janúargluggann.
Mynd: Wolves
Matheus Cunha átti stóran þátt í að hjálpa Wolves að forðast fall á síðustu leiktíð.
Matheus Cunha átti stóran þátt í að hjálpa Wolves að forðast fall á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Rob Edwards tók við þjálfun Wolves í nóvember en hefur ekki tekist að snúa hörmulegu gengi við.
Rob Edwards tók við þjálfun Wolves í nóvember en hefur ekki tekist að snúa hörmulegu gengi við.
Mynd: EPA
Írski bakvörðurinn Matt Doherty opnaði sig í viðtali eftir tap Wolves á heimavelli gegn Brentford um helgina. Doherty er gríðarlega reynslumikill 33 ára leikmaður sem gegnir hlutverki varafyrirliða hjá Úlfunum.

Úlfarnir eru að eiga ótrúlega lélegt tímabil í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir sitja á botninum með 2 stig eftir 17 umferðir. Ekkert lið í sögu fjögurra efstu deilda Englands hefur verið með minni stigafjölda, að frátöldum frádregnum stigum, eftir jafn margar umferðir.

„Þetta er mjög erfitt fyrir okkur alla en við verðum að bregðast við. Það er auðvelt að tala, við verðum að sýna hvað við meinum inni á vellinum. Það er lítið hægt að segja um þetta nema að við erum ekki að spila nægilega vel," sagði Doherty.

„Tilfinningin eftir þetta tap er ömurleg, mér hefur ekki liðið svona illa í langan tíma. Leikvangurinn er ekki fullsetinn þegar leikurinn byrjar og svo nánast tómur þegar leikurinn endar. Við höfum ekki trú á því að við getum unnið fótboltaleiki, við erum nánast hræddir við að vinna. Við mætum stressaðir til leiks og endum alltaf í einhverjum eltingaleik.

„Við verðum að finna sjálfstraustið, við verðum að líta í spegilinn og spyrja sjálfa okkur hvernig við viljum að okkar sé minnst í sögubókum félagsins. Viljum við að fólk muni eftir því að við börðumst út tímabilið eða viljum við að fólk muni eftir okkur sem heiglum sem velja auðveldu leiðina og reyna að fá félagaskipti í janúar?"


Þessi ummæli Doherty hafa vakið athygli en þarna gæti hann átt við norska framherjann Jörgen Strand Larsen sem er eftirsóttur af West Ham United og fleiri liðum í úrvalsdeildinni. Doherty var svo spurður út í Larsen sem er að glíma við smávægileg meiðsli og klúðraði vítaspyrnu í tapinu.

„Það er erfitt að ná í úrslit ef þú ert með mikið af meiddum leikmönnum í liðinu. Maður þarf að vera 100% líkamlega og andlega til að eiga einhvern séns í þessari deild. Eins og staðan er í dag þá höfum við ekkert val, leikmannahópurinn er þessi og það er undir okkur komið að spila betur.

„Jörgan er frábær framherji en vandamálið er að við erum ekki að skapa nóg af færum fyrir hann. Við vitum að hann getur skorað mörk og það að hann hafi klúðrað vítaspyrnu í dag er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum."


Doherty segir að Úlfarnir þurfi sárlega á liðsstyrki að halda í janúarglugganum.

„Við verðum að eiga góðan félagaskiptaglugga. Við þurfum eitthvað til að bæta hópinn, hvort sem það eru leikmenn sem koma á lánssamningum eða hvað. Okkur vantar ferska orku í klefann. Ég ætla ekki að segja í hvaða stöður okkur vantar nýja leikmenn, en það er ljóst að við þurfum sárlega á hjálp að halda.

„Ef ég man rétt þá er Wolves alltaf virkt í janúarglugganum og ég er viss um að stjórnendur séu að vinna í að finna réttu leikmennina til að styrkja hópinn. Við verðum að finna leiðir til að spila jafn vel og á síðustu leiktíð. Við vorum á erfiðum stað á sama tíma í fyrra en augljóslega þá erum við á talsvert verri stað núna.

„Við höfum verið að æfa vel undanfarnar vikur. Á æfingum er góð orka og ákefð hjá okkur en um leið og við stígum á völlinn þá byrjar kvíðinn að gera vart um sig. Við þurfum að stíga upp og sýna karakter, leikmenn verða að sýna hugrekki og þora að spila fótbolta.

„Við erum samkeppnishæfir í kannski klukkutíma af hverjum einasta leik en svo lendum við undir og lítum aldrei út fyrir að vera líklegir til að komast aftur inn í leikinn. Við munum horfa á leikinn gegn Brentford og fara vel yfir hann, en þetta er orðið eins og að horfa á sama leikinn í hverri viku. Mynstrið endurtekur sig aftur og aftur."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner