Harry Kane skoraði eitt mark í fjögurra marka sigri Þýskalandsmeistara FC Bayern á útivelli gegn Heidenheim í gær.
Með þessu marki hefur Kane komið að 100 mörkum í efstu deild þýska boltans en hann er aðeins búinn að spila í deildinni í tvö og hálft ár.
Kane er sneggsti leikmaður í sögu deildarinnar til að koma að 100 mörkum, hann afrekaði það í 78 leikjum.
Hann er fyrirliði enska landsliðsins og var iðinn við markaskorun í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM.
Þýska deildin er farin í jólafrí og því spilar Kane ekki annan leik fyrr en á næsta ári. Hann skoraði 60 mörk á dagatalsárinu 2025.
Athugasemdir




