Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   sun 21. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkumótið haldið á fjögurra ára fresti (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tekin hefur verið ákvörðun um að fækka tíðni Afríkumótsins sem hefur verið haldið á tveggja ára fresti. Frá árinu 2028 verður mótið haldið á þriggja ára fresti.

Afríkumótið 2025 hefst í kvöld og eru áform um að halda annað Afríkumót 2027. Árið 2028 verður nýtt Afríkumót svo haldið sem mun fara fram á fjögurra ára fresti, líkt og Evrópumótið og Suður-Ameríkumótið.

Patrice Motsepe, forseti afríska fótboltasambandsins, staðfesti þetta í gær. Hann bætti því við að Þjóðadeild Afríku verður sett á laggirnar frá og með 2029.

„Við erum mjög spenntir fyrir nýju leikskipulagi í afrískum landsliðafótbolta. Ég geri það sem er best fyrir Afríku. Það er mikilvægt fyrir afríska leikmenn að fótboltadagatalið okkar geti samræmst restinni af heiminum," sagði Motsepe meðal annars.

Þessi breyting gæti gert það að verkum að leikmenn af afrískum uppruna sem leika fyrir landslið í álfunni verði eftirsóttari af stórum félagsliðum. Eins og staðan er í dag eru félagslið ekki sérlega hrifin af því að missa afríska leikmenn frá sér í nokkrar vikur annað hvert ár útaf Afríkumótinu.

Stækkun heimsmeistaramótsins úr 32 liðum upp í 48 hjálpar einnig til við breytinguna þar sem ein af ástæðum þess að Afríkumótið fer fram á tveggja ára fresti er útaf litlu plássi fyrir afrískar þjóðir á HM.
Athugasemdir
banner
banner