Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. desember 2019 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Markvörður Lille um Zlatan: Segir það sem hann meinar
Mynd: Getty Images
Franski markvörðurinn Mike Maignan var aðeins 14 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa með PSG.

Hann spilaði fyrir varaliðið frá 2012 til 2015 en gekk svo í raðir Lille þar sem hann er búinn að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins.

Maignan er 24 ára gamall og rifjaði upp hvernig var að æfa með Zlatan Ibrahimovic þegar sænska goðsögnin var hjá PSG.

„Ég var 17 ára þegar Zlatan skoraði gegn mér á æfingu og sagði 'ömurlegur markvörður'. Ég varði næsta skot frá honum og sagði við hann 'ömurlegur sóknarmaður'," sagði Maignan í viðtali við France Football.

„Hann horfði á mig án þess að segja við mig orð og þegar ég hitti hann í klefanum sagði hann við mig: 'Mér líkar hvernig þú ert, þú ert með góðan persónuleika.'

„Mér líkaði við hann fyrir þetta en eftir þessa æfingu líkaði mér enn betur við hann.

„Við erum ekki í samskiptum í dag en mér líkar vel við hann. Hann er heiðarlegur maður og segir það sem hann meinar."


Framtíð Zlatan er í óvissu en allt bendir til þess að hann muni spila fyrir AC Milan út leiktíðina.

Maignan og félagar í Lille eru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og sitja í þriðja sæti sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner