
Í gærkvöldi fóru fram fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna en einum leik var frestað en þetta voru leikir í áttundu umferð. Það var leik Þórs/KA og Stjörnunnar en honum var frestað vegna þátttöku leikmanns Þórs/KA í U16 Opna Norðurlandamóti landsliða sem fer fram hér á landi.
Ekki er komið á hreint hvenær sá leikur fer fram og við á Fótbolti.net ætlum að bíða með að tilkynna val á leikmanni 8.umferða þangað til að sá leikur fer fram.
Leikir gærkvöldsins í 8.umferð Landsbankadeildar kvenna enduðu svona:
Valur 4 – 1 Fylkir
KR 5 – 0 Fjölnir
HK/Víkingur 2 – 5 Breiðablik
Afturelding 1 – 0 Keflavík
Athugasemdir