Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. september 2008 22:06
Hafliði Breiðfjörð
Helena hættir með KR - Tekur Gareth O'Sullivan við?
Helena glöð í bragði í leik með KR í sumar.
Helena glöð í bragði í leik með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir þjálfari KR hefur tekið ákvörðun um að hætta með liðið að tímabilinu loknu en á vefsíðu félagsins var staðfest að hún hafi nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum.

Helena tók við þjálfun KR á miðju sumri 2005 og stýrir liðinu út þetta tímabil. Hún hafði gert tveggja ára samning við félagið í fyrra en ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði um að taka sér frí frá þjálfun.

Hún mun stýra KR í lokaumferð Landsbankadeildarinnar næstkomandi laugardag er liðið mætir Aftureldingu og svo í bikarúrslitaleiknum gegn Val 20. september en lætur staðar numið að því loknu.

Ekki hefur komið fram hver tekur við starfinu af Helenu en sterkur orðrómur er uppi um að Gareth O'Sullivan þjálfari Aftureldingar taki við liðinu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tilkynnti hann leikmannahópi sínum í kvöld að hann hafi játað öðru liði en vildi þó ekki segja hvaða lið það væri. Það fékkst þó ekki staðfest þegar Fótbolti.net ræddi við hann sjálfan, KR og Aftureldingu í kvöld.

Helena er þriðji þjálfarinn í Landsbankadeild kvenna sem tilkynnir að hún muni ekki þálfa lið sitt á næstu leiktíð fyrir lokaumferðina. Áður hafði Vanda Sigurgeirsdóttir hjá Breiðablik tilkynnt að hún hætti með liðið vegna náms á Ítalíu og í kvöld tilkynnti Sigurður Víðisson að hann hætti með HK/Víking. Þá stefnir Halldór Halldórsson ekki á að þjálfa nýliða ÍR á komandi leiktíð..
Athugasemdir
banner
banner
banner