Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2009 18:42
Alexander Freyr Tamimi
3. deild: Völsungur upp í 2. deildina eftir sigur á Hvíta Riddaranum
Völsungur er komið í 2. deildina eftir sigur á Hvíta Riddaranum
Völsungur er komið í 2. deildina eftir sigur á Hvíta Riddaranum
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Völsungur 5 - 2 Hvíti Riddarinn
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson
2-0 Elfar Árni Aðalsteinsson
3-0 Hermann Aðalgeirsson
3-1 Sindri Már Kolbeinsson
4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson
5-1 Elfar Árni Aðalsteinsson
5-2 Arnór Þrastarson
Rautt spjald: Guðmundur Kristinn Pálsson, Hvíta Riddaranum ('30)

Völsungur vann rétt í þessu sannfærandi 5-2 sigur á Hvíta Riddaranum í undanúrslitum 3. deildarinnar á Húsavík. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom Völsungum á bragðið með fyrsta marki leiksins þegar innan við mínúta var liðin en hann átti eftir að fara á kostum í þessum leik og skora þrjú mörk til viðbótar. Hvíti Riddarinn varð fyrir áfalli eftir hálftíma leik þegar Guðmundur Kristinn Pálsson var rekinn af leikvelli og í kjölfarið fylgdu tvö mörk Völsungs.

Það var á brattann að sækja fyrir gestina sem náðu þó að minnka muninn með marki frá Sindra Má Kolbeinssyni. Áðurnefndur Elfar Árni svaraði því aftur á móti með tveimur mörkum áður en Arnór Þrastarson náði að klóra í bakkann undir lok leiksins.

Lokatölur voru þó 5-2 fyrir Völsungi sem eru nú komnir í úrslit 3. deildarinnar en eru jafnframt búnir að tryggja sér sæti í 2. deildinni á komandi ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner