Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   sun 01. júní 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar skoraði með hendinni og fékk rautt
Mynd: EPA
Neymar var í vandræðum þegar Santos tapaði gegn Botafogo í 11. umferð brasilísku deildarinnar í kvöld.

Hann fékk að líta gula spjaldið seint í fyrri hálfleik og skoraði síðan mark með hendinni og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Botafogo skoraði síðan sigurmarkið undir lok leiksins.

Neymar hefur spiilað ellefu leiki fyrir liðið síðan hann sneri aftur heim eftir misheppnaða dvöl hjá Al-Hilal. Hann hefur spilað 14 skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú.

Neymar (Santos) disallowed goal vs Botafogo
byu/AMR42 insoccer

Athugasemdir