Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 01. október 2022 16:09
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fyrsti sigur Potter - Everton og Newcastle með útisigra
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fóru fimm leiki fram á sama tíma á þessum skemmtilega laugardegi í ensku úrvalsdeildinni þar sem Graham Potter sótti sinn fyrsta sigur við stjórnvölinn hjá Chelsea.


Potter sótti sigurinn á erfiðum útivelli Crystal Palace þar sem liðin áttust við í nágrannaslag. Heimamenn í Palace tefldu fram sóknarsinnuðu liði og tóku forystuna snemma þegar Odsonne Edouard kom boltanum í netið. 

Á 32. mínútu voru heimamenn ekki sáttir þegar Thiago Silva, varnarmaður Chelsea, fékk að hanga inni á vellinum þrátt fyrir að stöðva boltann viljandi með höndunum sem aftasti varnarmaður. Skömmu síðar átti Silva stoðsendingu á Pierre-Emerick Aubameyang sem jafnaði metin.

Chelsea var með yfirhöndina í bragðdaufum síðari hálfleik en Conor Gallagher kom inn af bekknum á 76. mínútu og skoraði sigurmarkið undir lokin eftir stoðsendingu frá öðrum varamanni - Christian Pulisic.

Crystal Palace 1 - 2 Chelsea
1-0 Odsonne Edouard ('7)
1-1 Pierre-Emerick Aubameyang ('38)
1-2 Conor Gallagher ('90)

Everton hafði þá betur gegn Southampton eftir að hafa lent undir þar sem Conor Coady og Dwight McNeil sáu um markaskorunina.

Newcastle rúllaði yfir tíu leikmenn Fulham á útivelli sem misstu Nathaniel Chalobah af velli snemma leiks með beint rautt spjald og þá gerðu Bournemouth og Brentford markalaust jafntefli.

Everton vann sinn annan leik í röð og er með 10 stig eftir 8 umferðir. Newcastle og Fulham eru með 11 stig.

Fulham 1 - 4 Newcastle
0-1 Joseph Willock ('11 )
0-2 Miguel Almiron ('33 )
0-3 Sean Longstaff ('43 )
0-4 Miguel Almiron ('57 )
1-4 Bobby Reid ('88 )
Rautt spjald: Nathaniel Chalobah, Fulham ('8)

Southampton 1 - 2 Everton
1-0 Joe Aribo ('49 )
1-1 Conor Coady ('52 )
1-2 Dwight McNeil ('54 )

Bournemouth 0 - 0 Brentford


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner