Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Zlatan skoraði og Milan nú aðeins stigi á eftir Napoli
Zlatan Ibrahimovic er kominn með sex mörk í deildinni
Zlatan Ibrahimovic er kominn með sex mörk í deildinni
Mynd: EPA
Mattias Svanberg skoraði laglegt mark gegn Roma
Mattias Svanberg skoraði laglegt mark gegn Roma
Mynd: EPA
Nú munar aðeins einu stigi á Milan og Napoli eftir leiki kvöldsins en Milan vann Genoa örugglega, 3-0, á meðan Napoli gerði 2-2 jafntefli við Sassuolo. Napoli var tveimur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Zlatan Ibrahimovic gerði fyrsta mark Milan á 10. mínútu. Milan fékk aukaspyrnu fyrir utan og setti Zlatan boltann hægra megin við vegginn og stóð Salvatore Sirigu hreyfingarlaus í markinu.

Annað mark Zlatans úr aukaspyrnu á þessari leiktíð. Þessi fertugi framherji er nú með sex mörk í níu deildarleikjum. Fyrrum sendibílstjórinn, Junior Messias, skoraði svo tvö mörk til viðbótar og gulltryggði sigur Milan sem er með 35 stig í öðru sæti.

Sassuolo náði í ótrúlegt stig gegn Napoli, en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli. Fabian Ruiz og Dries Mertens skoruðu með níu mínútna millibili í síðari hálfleik en þegar tuttugu mínútur voru eftir tók Sassuolo við sér.

Gianluca Scamacca minnkaði muninn á 71. mínútu og undir lokin jafnaði GIacomo Ferrari. Napoli er áfram í toppsætinu en nú aðeins með eins stigs forystu á Milan.

Lærisveinar Jose Mourinho í Roma töpuðu fyrir Bologna, 1-0. Mattias Svanberg skoraði eina markið á 35. mínútu með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Ítalska meistaraliðið Inter vann þá Spezia 2-0 með mörkum frá Roberto Gagliardini og Lautaro Martinez. Argentínumaðurinn lagði upp mark Gagliardini í leiknum.

Inter er í þriðja sæti með 34 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bologna 1 - 0 Roma
1-0 Mattias Svanberg ('35 )

Genoa 0 - 3 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('10 )
0-2 Junior Messias ('45 )
0-3 Junior Messias ('61 )

Inter 2 - 0 Spezia
1-0 Roberto Gagliardini ('36 )
2-0 Lautaro Martinez ('58 , víti)

Sassuolo 2 - 2 Napoli
0-1 Fabian Ruiz ('51 )
0-2 Dries Mertens ('60 )
1-2 Gianluca Scamacca ('71 )
2-2 Gianmarco Ferrari ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner