Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hægara sagt en gert að spila fyrir luktum dyrum
Þórir Hákonarson.
Þórir Hákonarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar í Reykjavík, segir var viðmælandi í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Hann ræddi þar um stöðuna í fótboltanum á Íslandi. Öllum leikjum hefur verið frestað til 5. ágúst að minnsta kosti og hefur sóttvarnarlæknir ráðlagt að æfingar með snertingu verði aflýst til 13. ágúst.

Alls konar hugmyndir hafa komið upp, til dæmis að spila fyrir luktum dyrum. Þórir segir það allt öðruvísi að spila hér á landi fyrir luktum dyrum og til dæmis í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er auðvitað fylgjandi því eins langt og það nær," sagði Þórir um að spila fyrir luktum dyrum.

„Þetta er hægt í atvinnumannaklúbbum alls staðar í Evrópu og hefur verið gert. Þar ertu með einangraðan hóp leikmanna og starfsmanna sem haldið er utan um allan sólarhringinn. Við búum hins vegar við það að hópurinn okkar tvístrast að leik loknum og fer út í samfélagið allt. Svo daginn eftir fer hann vestur á firði til að spila fótbolta, og fer þá í kringum leikmennina sem þar eru. Þetta eru ábendingar sem ég hef fengið innan úr Almannavörnum, að við séum ekki að senda lið út um allt land og auka þar með líkur dreifingu á smiti."

„Ég held að helsta ástæða þess að menn séu að halda sér höndum er sú að leikmennirnir eru allir úti í samfélaginu, og sinna þeir hinum ýmsu störfum sem eru kannski viðkvæm. Þetta er allt viðkvæmt hjá okkur á meðan þú getur hent leikmönnum Manchester United inn á hótel."

Þórir vill að það verður settur sérstakur hópur innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem sérhæfir sig í Covid-baráttunni.

„Ég hef verið fylgjandi því frá því í apríl að knattspyrnuhreyfingin átti að setja á fót krísuhóp sem sneri eingöngu að Covid. Að öllum þeim leiðum og þeim sviðsmyndum sem gætu komið upp, og vinna að því hörðum höndum. Þetta átti að gera í samráði við félögin, ÍTF og Knattspyrnusambandið. Þetta hefur ekki verið gert og mér finnst við ekki nægilega undirbúin fyrir ástandið sem er komið upp núna," sagði Þórir.

„Nú ætla ég ekki að líkja einstaklingsíþróttinni golf við fótboltaheiminn en hins vegar, þá átti Golfsambandið frumkvæði að því að setja erindi á sóttvarnaryfirvöld hvort þau gætu haldið mót. Þau smíðuðu reglurnar og héldu mótið. Þetta áttum við að gera líka, við eigum að vera með hugmyndir."

„Ég held að við verðum bara að taka höndum saman, vinna í þessu af krafti og finna einhverjar lausnir. Kynna þær hugmyndir yfirvöldum og fá þær samþykktar," sagði Þórir.

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Íslenski boltinn í limbói vegna veirunnar - Klárum þetta mót!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner