Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 02. nóvember 2022 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Fjórði sigur Burnley í röð - Skoruðu tvö mörk í uppbótartíma
Ismaila Sarr skoraði sigurmark Watford
Ismaila Sarr skoraði sigurmark Watford
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem vann fjórða leik sinn í röð í ensku B-deildinni í kvöld en liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Rotherham United. Burnley skoraði tvö mörk seint í uppbótartíma.

Jóhann Berg, sem er fastamaður í liði Burnley, spilaði fyrstu 59 mínútur leiksins áður en honum var skipt af velli fyrir Manuel Benson.

Stuttu síðar kom Chiedozie Ogbene liði Rotherham í 2-1 og útlitið ekki gott fyrir Burnley.

Rotherham missti mann af velli á 75. mínútu er Cohen Bramall fékk að líta rauða spjaldið og gat Burnley nýtt sér liðsmuninn en uppbótartími var hafinn jafnaði Manuel Benson metin.

Sem betur fer fyrir Burnley voru þrettán mínútur í uppbót og tókst Halil Dervisoglu að skora sigurmarkið á elleftu mínútu í uppbótartíma og tryggja sigurinn. Burnley hefur ekki tapað í síðustu sextán leikjum í B-deildinni og er á toppnum með 38 stig.

Ismaila Sarr skoraði sigurmark Watford í 2-1 sigri á Cardiff City og þá vann Huddersfield 2-0 sigur á Sunderland. Norwich og QPR gerðu markalaust jafntefli og þá vann Stoke City 1-0 sigur á Wigan.

Úrslit og markaskorarar:

Birmingham 0 - 0 Millwall

Burnley 3 - 2 Rotherham
0-1 Ben Wiles ('3 )
1-1 Jay Rodriguez ('35 )
1-2 Chiedozie Ogbene ('64 )
2-2 Manuel Benson ('90 )
3-2 Halil Dervisoglu ('90 )
Rautt spjald: Cohen Bramall, Rotherham ('75)

Cardiff City 1 - 2 Watford
1-0 Cedric Kipre ('10 )
1-1 Francisco Sierralta ('37 )
1-2 Ismaila Sarr ('58 )

Huddersfield 0 - 2 Sunderland
0-1 Alex Pritchard ('55 )
0-2 Amad Diallo ('90 )

Norwich 0 - 0 QPR

Wigan 0 - 1 Stoke City
0-1 Josh Tymon ('62 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
3 Middlesbrough 27 14 7 6 40 28 +12 49
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 7 8 32 35 -3 46
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Stoke City 27 12 5 10 32 23 +9 41
8 Watford 26 11 8 7 37 31 +6 41
9 Wrexham 28 10 11 7 40 35 +5 41
10 Derby County 28 11 8 9 38 36 +2 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Birmingham 28 10 8 10 38 37 +1 38
14 Leicester 28 10 8 10 39 41 -2 38
15 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
16 Southampton 27 8 9 10 39 40 -1 33
17 Sheffield Utd 26 10 2 14 36 39 -3 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 27 34 -7 32
19 West Brom 28 9 4 15 31 43 -12 31
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
22 Portsmouth 25 7 7 11 22 35 -13 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 8 18 18 54 -36 -7
Athugasemdir
banner