Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 03. maí 2022 13:57
Elvar Geir Magnússon
FH og Víkingi spáð upp úr Lengjudeild kvenna
Lengjudeildin
FH er spáð sigri í deildinni.
FH er spáð sigri í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í hádeginu í dag var opinberuð spá fyrir Lengjudeild kvenna. Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn félaga deildarinnar sáu um að spá en deildin fer af stað á fimmtudaginn.

FH hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en er spáð sigri að þessu sinni. Víkingur sem endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili er spáð öðru sæti og þar með upp í Bestu-deildina.

Tindastóll og Fylkir féllu úr efstu deild í fyrra og er spáð þriðja og fimmta sæti að þessu sinni.

Spáin fyrir Lengju­deild kvenna:
1. FH
2. Vík­ing­ur R.
3. Tinda­stóll
4. HK
5. Fylk­ir
6. Grinda­vík
7. Hauk­ar
8. Fjöln­ir
9. Fjarðab./​Hött­ur/​Leikn­ir
10. Augna­blik

Fyrsta umferð Lengjudeildar kvenna:

fimmtudagur 5. maí
19:15 Haukar-FH (Ásvellir)
19:15 Víkingur R.-Augnablik (Víkingsvöllur)

föstudagur 6. maí
19:15 Tindastóll-Grindavík (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Fylkir-HK (Würth völlurinn)

laugardagur 7. maí
13:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Fjölnir (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner