Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Pólverja hættur
Mynd: Getty Images
Adam Nawalka, landsliðsþjálfari Pólverja, mun láta af störfum þegar samningur hans rennur út síðar í mánuðinum.

Pólverjar ollu vonbrigðum á HM en þeir duttu út í riðlakeppninni eftir töp gegn Senegal og Kolumbíu. Pólland vann Japan í lokaleik riðilsins en liðið var þá þegar úr leik.

Hinn sextugi Nawalka var með samning út mánuðinn en pólska knattspyrnusambandið ætlar ekki að framlengja hann.

„Við ætlum að reyna að byggja landsliðið upp á nýjan hátt," sagði Zbigniew Boniek hjá pólska knattspyrnusambandinu.

Nawalka sagði sjálfur á fréttamannafundi í dag að hann taki fulla ábyrgð á gengi Pólverja á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner