Leicester fær ekki refsingu fyrir brot á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar en deildin ákærði félagið í mars á þessu ári þegar liðið var í Championship deildinni.
Leicester áfrýjaði dómnum en félagið efaðist um lögmæti úrvalsdeildarinnar að fá óháða nefnd til að fara yfir málið. Það hefur verið staðfest að áfrýjunin bar árangur.
Nefndin komst að því að uppgjörstímabili Leicester hafi lokið 30. júní 2023, eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni.
Úrvalsdeildin er „undrandi og svekkt" yfir þeirri ákvörðun að staðfesta áfrýjun félagsins.
Athugasemdir