Marko Vardic, miðjumaður ÍA, fór úr axlarlið þegar Skagamenn töpuðu gegn KR í Bestu deildinni um liðna helgi.
Vardic þurfti að fara af velli eftir 41 mínútu en hann var fluttur úr Vesturbænum með sjúkrabíl.
Vardic þurfti að fara af velli eftir 41 mínútu en hann var fluttur úr Vesturbænum með sjúkrabíl.
Vardic segir í samtali við Fótbolta.net að öxlin hafi alveg farið úr lið og hann hafi verið settur aftur í lið á sjúkrahúsinu. Hann mun fara í myndatöku á næstu dögum og þar verður kannað hvort einhver liðbönd séu sködduð.
Hann segir að sársaukinn hafi verið mikill. „Núna tveimur dögum seinna er hreyfigetan meiri og sársaukinn minni. Sjúkraþjálfarinn okkar segir að það sé góðs viti," segir Vardic.
Það mun koma í ljós á næstu dögum hversu lengi hann verður frá.
Vardic gekk í raðir ÍA frá Grindavík í sumar og hefur spilað mikilvægt hlutverk fyrir Skagamenn sem verða í efri hluta Bestu deildarinnar þegar deildin skiptist. ÍA er í baráttu um Evrópusæti.
Athugasemdir