Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 04. janúar 2023 12:29
Elvar Geir Magnússon
Lampard aðeins með 25% sigurhlutfall hjá Everton
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: EPA
Dagar Frank Lampard við stjórnvölinn hjá Everton gætu brátt verið taldir en liðið fékk 4-1 skell gegn Brighton í gær. Everton er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Lampard hefur aðeins unnið einn af hverjum fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem stjóri Everton og er með næst lægsta meðalfjölda stiga af stjórum Everton síðan deildin var stofnuð.

„Vandamál Everton er það að félagið hefur rekið og ráðið svo marga að leikmannahópurinn er illa samsettur með leikmönnum frá mismunandi stjórum. Að reka Lampard setur félagið bara aftur í sömu stöðu," segir Kevin Campbell, fyrrum leikmaður Everton, í viðtali við breska ríkisútvarpið.

„Stuðningsmenn eru ekki ánægðir en ég tel að Frank Lampard eigi skilið að fá tíma til að reyna að byggja eitthvað upp. Everton hefur sífellt reynt að skipta út stjórum. Það eru miklar tilfinningar í spilinu en stundum er erfiðasta leiðin sú besta."

Reiði stuðningsmanna Everton beinist svo sannarlega ekki bara að Lampard heldur einnig að stjórn og eigendum félagsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner