Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Átta marka veisla og Fylkissigur
Hörkuleikur á Vivaldivellinum.
Hörkuleikur á Vivaldivellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hákon Ingi skoraði seinna mark Fylkis.
Hákon Ingi skoraði seinna mark Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í Pepsi Max-deildinni. Á Vivaldivellinum tóku heimamenn í Gróttu á móti HK og þar varð sannkölluð markasúpa.

Staðan var 2-1 í hléi fyrir heimamenn en Arnþór Ari jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks hafði Pétur Orri Pétursson fengið að líta rauða spjaldið hjá Gróttu.

Ástbjörn Þórðarson og Karl Friðleifur Gunarsson skoruðu næstu mörk leiksins fyrir Gróttu áður en Arnþór Ari skoraði aftur. Það var svo varamaðurinn Ari Sigurpálsson sem jafnaði metin á 83. mínútu. Jafntefli staðreynd á Nesinu.

Í Grafarvogi sóttu svo Árbæingar í Fylki heimamenn í Fjölni heim. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og Hákon Ingi Jónsson bætti við marki á 53. mínútu.

Uppfært 16:21: Það varð einhver ruglingur undir lok leiksins og dómari leiksins flautaði leikinn af á sama tíma og Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði. Áhorfendur á vellinum vissu ekki hvað hefði gerst en markið er gott og gilt, athyglisverð vinnubrögð. Lokatölur 1-2 fyrir Árbæinga.

Grótta 4 - 4 HK
1-0 Pétur Theódór Árnason ('2 )
2-0 Axel Sigurðarson ('17 )
2-1 Atli Arnarson ('38 , víti)
2-2 Arnþór Ari Atlason ('49 )
3-2 Ástbjörn Þórðarson ('62 )
4-2 Karl Friðleifur Gunnarsson ('65 )
4-3 Arnþór Ari Atlason ('75 )
4-4 Ari Sigurpálsson ('83 )
Rautt spjald: Patrik Orri Pétursson, Grótta ('37)
Lestu um leikinn.

Fjölnir 1 - 2 Fylkir
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('29 , víti)
0-2 Hákon Ingi Jónsson ('53 )
1-2 Sigurpáll Melberg Pálsson ('90 )
Lestu um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner