Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Elías Már í Víking (Staðfest) - Þriggja ára samningur
Elías Már er kominn í treyju Víkings.
Elías Már er kominn í treyju Víkings.
Mynd: Víkingur
Sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson er orðinn leikmaður Íslandsmeistara Víkings og hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Elías kemur frá Meizhou Hakka sem féll úr kínversku úrvalsdeildinni.

Þessi þrítugi leikmaður hefur verið í atvinnumennsku síðan 2015 þegar hann yfirgaf Keflavík. Áður en hann fór til Kína var hann hjá hollenska félaginu NAC Breda.

Frétt á heimasíðu Víkings:
Kæru Víkingar, við erum komin í hátíðarskap og það gleður okkur að tilkynna að Elías Már Ómarsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Víkings.

Elías Már, fæddur árið 1995 og hefur spilað í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og í Kína á sínum atvinnumannaferli. Elías kemur til liðsins frá Meizhou Hakka í Kína þar sem hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 14 leikjum. Elías á að baki níu A-landsleiki og 33 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Elías er sóknarmaður og hefur skorað alls staðar þar sem hann hefur spilað. Samtals 399 leikir á ferlinum með félagsliðum, 131 mark og 26 stoðsendingar.

Knattspyrnudeild Víkings býður Elías Má Ómarsson hjartanlega velkominn í Hamingjuna


Athugasemdir
banner
banner