Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Goran kominn í Vogana (Staðfest)
Mynd: Þróttur V.
Þróttur Vogum hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í 2. deildinni.

Goran Potkozarac er genginn til liðs við félagið en hann er með yfir 100 keppnisleiki að baki hér á landi.

Goran kemur úr röðum Kormáks/Hvatar þar sem hann hefur leikið síðastliðin fjögur ár, en þar áður var hann hjá Ægi í Þorlákshöfn.

Goran er 32 ára miðjumaður og hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Kormáks/Hvatar á dvöl sinni á Húnaþingi.

„Þróttarafjölskyldan er í skýjunum og hlakkar til að taka vel á móti honum þegar æfingar hefjast á nýju ári," segir meðal annars í tilkynningu frá Vogamönnum.

Þróttur endaði í þriðja sæti í 2. deild á árinu, aðeins tveimur stigum frá eftirsóttu sæti í Lengjudeildinni.


Athugasemdir
banner