Í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið var farið yfir fréttir og slúður úr íslenska fótboltanum.
Í þættinum var sagt frá þeim sögusögnum að Ari Freyr Skúlason sé að koma inn í teymið hjá Breiðabliki og verði Ólafi Inga Skúlasyni til aðstoðar.
Ari, sem lék 83 landsleiki, þekkir Ólaf vel en þeir léku saman með landsliðinu og þá var Ari að aðstoða hann með U21 landsliðið.
Í þættinum var sagt frá þeim sögusögnum að Ari Freyr Skúlason sé að koma inn í teymið hjá Breiðabliki og verði Ólafi Inga Skúlasyni til aðstoðar.
Ari, sem lék 83 landsleiki, þekkir Ólaf vel en þeir léku saman með landsliðinu og þá var Ari að aðstoða hann með U21 landsliðið.
„Það er bara nánast staðfest heyrir maður," segir Alexander Aron Davorsson í þættinum. Kjaftasögur hafa verið í gangi um að Arnór Sveinn Aðalsteinsson hætti sem aðstoðarþjálfari.
Í Kjaftæðinu var einnig sagt frá því að Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, væri búinn að semja við Kristiansund í Noregi og tilkynning væri væntanleg.
Athugasemdir



