Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 04. ágúst 2020 11:05
Elvar Geir Magnússon
Hamarsliðið komið úr sóttkví - Ólafsvíkingar losna 12. ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Allir leikmenn Hamars, fyrir utan einn, eru lausir úr sóttkví og hafa verið frá því á föstudag.

Leimenn liðsins voru settir í sóttkví eftir að hafa verið á sama gistiheimili og aðili sem síðan greindist með kórónaveiruna.

Öll sýni sem voru tekin af leikmönnum á föstudag voru neikvæð, einnig hjá leikmanninum sem þarf ennþá að vera í sóttkví út þessa viku.

Hamar leikur í 4. deildinni og er í efsta sæti í sínum riðli.

Lengjudeildarlið Víkings í Ólafsvík er í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með veiruna. Ólsarar losna úr sóttkví þann 12. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner