Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
QPR hafnar tilboði Crystal Palace í Eze
Eberechi Eze í leik með QPR
Eberechi Eze í leik með QPR
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið QPR hefur hafnað 12 milljón punda tilboði Crystal Palace í Eberechi Eze. Þetta kemur fram í Daily Mail.

Eze, sem er 22 ára gamall vængmaður, skoraði 14 mörk í B-deildinni á tímabilinu og er eftirsóttur af nokkrum úrvalsdeildarfélögum.

Crystal Palace og West Ham hafa sýnt honum mikinn áhuga en samkvæmt Daily Mail þá hafnaði QPR 12 milljón punda tilboði frá Palace í Eze.

Talið er að Wilfried Zaha ætli sér að yfirgefa Palace í sumar og vill þá Roy Hodgson fá Eze til að fylla skarðið.

QPR vill fá 18 milljónir punda fyrir Eze og er búist við því að Palace leggi fram annað tilboð á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner