Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U17 kvenna: Ísland kom til baka gegn Ítalíu
Emelía í appelsínugulri treyju Kristianstad. Hún skoraði eitt og lagði upp eitt gegn Ítalíu í dag.
Emelía í appelsínugulri treyju Kristianstad. Hún skoraði eitt og lagði upp eitt gegn Ítalíu í dag.
Mynd: Kristianstad
Ítalía 3 - 3 Ísland
1-0 Giulia Dragoni ('33)
2-0 Emma Girotto ('44)
2-1 Emelía Óskarsdóttir ('50)
3-1 Emma Girotto ('70)
3-2 Katrín Rósa Egilsdóttir ('82)
3-3 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('83)

Íslenska U17 ára landsliðið hóf í dag keppni í undankeppni EM 2023 með leik á móti heimakonum í Ítalíu. Liðin leika í riðli 4 í A-deild undankeppninnar.

Ítalska liðið náði í tvígang tveggja marka forystu í leiknum en með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla þegar skammt var til leiksloka náði íslenska liðið að fá stig úr leiknum.

Heimakonur leiddu með tveimur mörkum í hléi en Emelía Óskarsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á 50. mínútu.

Þær ítölsku komust aftur í tveggja marka forystu á 70. mínútu en á 82. mínútu minnkaði varamaðurinn Katrín Rósa Egilsdóttir muninn fyrir íslenska liðið eftir undirbúning frá Lilju Björk Unnarsdóttur. Mínútu seinna jafnaði Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir metin eftir undirbúning frá Emelíu.

Lokatölur 3-3. Bæði lið áttu þrettán marktilraunir í leiknum en Ísland fékk tíu hornspyrnur á meðan heimakonur fengu einunigs tvær.

Ísland er auk Ítalíu með Sviss og Frakklandi í riðli. Næsti leikur liðsins er á föstudag gegn Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner