Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   fös 04. desember 2020 10:55
Elvar Geir Magnússon
Danny Ings mættur aftur - Leit vel út á æfingu
Southampton heimsækir Brighton á mánudaginn en mögulegt er að sóknarmaðurinn Danny Ings verði í leikmannahópi Dýrlinganna.

Ings, sem er með fimm mörk í sjö úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu, hefur ekki spilað síðan hann meiddist í 4-3 sigri gegn Aston Villa þann 1. nóvember.

„Á fimmtudaginn tók hann sína fyrstu æfingu með liðinu í langan tíma. Hann leit vel út," segir Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton.

„Við þurfum að sjá hvernig líkaminn bregst við þessum æfingum svo getum við sagt meira."

Bednarek búinn að framlengja
Í vikunni skrifaði pólski varnarmaðurinn Jan Bednarek undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við Southampton. Hasenhuttl er hæstánægður með að þessi 24 ára miðvörður hafi framlengt.

„Hann er með opinn huga og móttækilegur fyrir því að læra nýja hluti. Hann hefur verið mikilvægur síðan hann kom hingað fyrst. Hann er að bæta sig og þrátt fyrir að vera ungur þá er hann góð fyrirmynd," segir Hasenhuttl.

Southampton er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner