Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   lau 04. desember 2021 15:55
Aksentije Milisic
Ítalía: Þægilegt hjá Milan gegn botnliðinu
Franck Kessie.
Franck Kessie.
Mynd: EPA
Milan 2 - 0 Salernitana
1-0 Franck Kessie ('5 )
2-0 Alexis Saelemaekers ('18 )

Sextánda umferðin í Serie A deildinni á Ítalíu hófst í dag en þá mætti efsta lið deildarinnar, AC Milan, því neðsta, Salernitana.

Milan er í harðri baráttu við Napoli og Inter Milan í toppbaráttunni og var því sigurinn í dag formsatriði gegn neðsta liði deildarinnar sem er einungis með átta stig.

Miðjumaðurinn öflugi Franck Kessie kom Milan yfir strax á fimmtu mínútu og það var síðan Alexis Saelemaekers sem tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu.

Meira var ekki skorað á San Siro vellinum í dag og því þægilegur sigur hjá Milan í höfn. Liðið er nú með tveimur stigum meira en Napoli en Napoli á leik í kvöld gegn Atalanta og getur endurheimt toppsætið.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
4 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
10 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
11 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
12 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
16 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
18 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
19 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner