lau 04. desember 2021 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Skondið atvik milli Haaland og Hernandez
Erling reynir að ná boltanum af Lucas Hernandez
Erling reynir að ná boltanum af Lucas Hernandez
Mynd: EPA
Mikill hiti var í stórleik Borussia Dortmund og Bayern München en Erling Braut Haaland og Lucas Hernandez leystu málin ágætlega þegar það kom upp eitt léttvægt hitamál í síðari hálfleiknum.

Haaland eltist við Hernandez upp að hornfánanum og fór aftan í franska varnarmanninn sem datt í grasið.

Norðmaðurinn stóð upp og var klár í bardaga og það var Hernandez líka fyrst, eða þangað til hann sá hver var fyrir framan hann.

Eftir vel ígrundaða ákvörðun rétti Hernandez fram hönd sína og gerði svo Haaland slíkt það sama. Heiðursmenn greinilega en þetta atvik má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner