Real Madrid, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, er í miklum meiðslavandræðum þessa stundina.
Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal var að bætast á listann en hann varð fyrir vöðameiðslum í leik gegn Granada núna um helgina.
Carvajal þurfti að fara af velli í hálfleik í 2-0 sigrinum gegn Granada og inn í hans stað kom Lucas Vazquez, sem er að upplagi kantmaður.
Samkvæmt ESPN þá verður Carvajal frá í að minnsta kosti mánuð.
Það eru núna átta leikmenn á meiðslalistanum hjá Madrídarstórveldinu en ásamt Carvajal eru til að mynda Thibaut Courtois, Luka Modric, Vinicius og Eder Militao. Það er spurning hvort öll þessi meiðsli munu hafa áhrif á liðið í toppbaráttunni.
Dani Carvajal joins long list of injured Madrid players. Carvajal is out with an injury to soleus muscle and he will be out of the rest of 2023.
— Carol Radull (@CarolRadull) December 4, 2023
Real Madrid injury list:
Thibaut Courtois
Éder Militão
Aurélien Tchouaméni
Arda Güler
Eduardo Camavinga
Vinicius Jr.
Dani Carvajal… pic.twitter.com/u5yOGJuzq5
Athugasemdir