Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta leikmenn á meiðslalistanum hjá Real Madrid
Carvajal er meiddur.
Carvajal er meiddur.
Mynd: Getty Images
Real Madrid, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, er í miklum meiðslavandræðum þessa stundina.

Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal var að bætast á listann en hann varð fyrir vöðameiðslum í leik gegn Granada núna um helgina.

Carvajal þurfti að fara af velli í hálfleik í 2-0 sigrinum gegn Granada og inn í hans stað kom Lucas Vazquez, sem er að upplagi kantmaður.

Samkvæmt ESPN þá verður Carvajal frá í að minnsta kosti mánuð.

Það eru núna átta leikmenn á meiðslalistanum hjá Madrídarstórveldinu en ásamt Carvajal eru til að mynda Thibaut Courtois, Luka Modric, Vinicius og Eder Militao. Það er spurning hvort öll þessi meiðsli munu hafa áhrif á liðið í toppbaráttunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner