Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mán 04. desember 2023 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Man Utd í mikil leikmannaviðskipti við Juventus?
Powerade
Matias Soule fagnar marki fyrir Frosinone.
Matias Soule fagnar marki fyrir Frosinone.
Mynd: EPA
Sancho er orðaður við Juventus.
Sancho er orðaður við Juventus.
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Thomas Müller?
Hvað verður um Thomas Müller?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins á þessum ágæta mánudegi. Manchester United kemur mikið við sögu í slúðrinu í dag.

Matias Soule (20), sóknarmaður Juventus sem er í augnablikinu á láni hjá Frosinone, er að vekja athygli hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni en Manchester United leiðir kapphlaupið um þennan efnilega Argentínumann. (Gazzetta dello Sport)

Man Utd gæti selt tvo leikmenn til Juventus, þá Donny van de Beek (26) og Jadon Sancho (23), fyrir aðeins 26 milljónir punda samtals. (Sun)

Sir Jim Ratcliffe, sem er að ganga frá kaupum á 25 prósent hlut í Man Utd, er nú þegar farinn að ræða við menn um framtíð framherjans Mason Greenwood (22) sem er núna á láni hjá Getafe á Spáni. (Caught Offside)

Sumir leikmenn Everton ætla sér að sækja fjárhagslegar bætur hjá félaginu ef liðið fellur úr ensku úrvalsdeildinni og laun þeirra minnka í kjölfarið á því að tíu stig voru tekin af félaginu vegna brota á fjármálareglum. (Sun)

Jean-Clair Todibo (23), miðvörður Nice í Frakklandi, er áfram ofarlega á óskalista Man Utd fyrir janúargluggann. (Sky Sports)

Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að Joao Felix (24) muni snúa aftur til félagsins næsta sumar ef Barcelona ákveður að kaupa hann ekki. (Goal)

Kobbie Mainoo (18), miðjumaður Man Utd, mun tvöfalda laun sín úr 10 þúsund pundum á viku í 20 þúsund pund á viku ef hann heldur áfram að spila reglulega fyrir aðalliðið. (Star)

Thomas Müller (34), sóknarmaður Bayern München, hefur verið orðaður við Man Utd eftir að hann var hvattur af þýsku goðsögninni, Lothar Matthaus, að sækja sér spiltíma annars staðar. (Sun)

Það fara tvennar sögur af Müller því það er sagður góður möguleiki að hann framlengi við Bayern til 2025. Christoph Freund, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, vill ólmur framlengja við Müller. (Sky Sports)

Marcos Alonso (32) veit að Barcelona ætlar ekki að framlengja við sig eftir tímabilið og er hann að skoða það að fara aftur í ensku úrvalsdeildina eða til Sádi-Arabíu. (Sport)

Nottingham Forest gæti farið í kaupbann í janúar þar sem félagið skuldar umboðsmönnum pening. (Sun)

West Ham ætlar að sækja um að fá að koma 68 þúsund áhorfendum á Ólympíuleikvanginn, heimavöll sinn. Leikvangurinn yrði þá sá næst fjölmennasti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Old Trafford. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner