Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   mán 05. maí 2025 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Það má búast við miklu fjöri í Kópavogi
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír síðustu leikirnir í fimmtu umferð Bestu deildar karla fara fram í kvöld. Stórleikur kvöldsins er viðureign Íslandsmeistara Breiðabliks og skemmtikraftana í KR.

Þar mætast Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni en Halldór var aðstoðarmaður Óskars hjá Gróttu og Breiðabliki eins og flestir lesendur vita.

Blikarnir komast á toppinn með sigri en KR getur jafnað Kópavogsliðið að stigum. Það má búast við miklu fjöri í Kópavoginum í kvöld.

Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki vera í hóp hjá KR þar sem þeir eru erlendis í U16 landsliðsverkefni.

Afturelding vonast eftir því að komast upp úr fallsæti en liðið mætir Stjörnunni sem hefur tapað tveimur síðustu deildarleikjum sínum.

Þá leika Víkingar, sem eru án sigurs í síðustu þremur leikjum í deild og bikar, gegn Fram.

mánudagur 5. maí
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner