banner
   sun 05. júlí 2020 13:25
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Nottingham Forest drukknaði
Mynd: Getty Images
Derrick Otim, fyrrum leikmaður Nottingham Forest á Englandi, fannst látinn í Bandaríkjunum á dögunum en félagið sendir samúðarkveðjur á Twitter í dag.

Otim, sem var 24 ára gamall, ólst upp hjá Nottingham og lék með unglinga- og varaliði félagsins áður en hann ákvað að fara til Bandaríkjanna í nám árið 2015.

Hann fannst látinn á dögunum við Lake Keowee en hann hafði farið þangað ásamt vinafólki. Hann drukknaði í ánni að kemur fram í bandarísku miðlunum.

Nottingham hefur vottað samúð sína á Twitter og þá hafa nokkrir leikmenn félagsins gert slíkt hið sama.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner