Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2020 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo gerði sigurmarkið fyrir lið Emils - Napoli vann Roma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Padova er liðið komst áfram í umspilinu í C-deild á Ítalíu.

Padova vann 1-0 sigur á FeralpiSalo þar sem leikmaður að nafni Ronaldo skoraði sigurmarkið.

Emil æfði með FH í vetur og mikið var rætt og ritað um það hvort hann myndi spila með FH-ingum í sumar, en nú er Padova komið áfram í umspilinu og lokatakmarkið sæti í B-deild.

Lokaleikur dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni endaði þá með sigri Napoli gegn Roma. Jose Callejon kom Napoli yfir á 55. mínútu, en Henrikh Mkhitaryan jafnaði fimm mínútum síðar. Lorenzo Insigne skoraði sigurmark Napoli.

Napoli fer með þessum sigri upp í sjötta sæti með jafnmörg stig og Roma sem hefur núna tapað þremur leikjum í röð.

Napoli 2 - 1 Roma
1-0 Jose Callejon ('55 )
1-1 Henrikh Mkhitaryan ('60 )
2-1 Lorenzo Insigne ('82)

Önnur úrslit:
Ítalía: Andri Fannar spilaði í óvæntum sigri Bologna á Inter
Ítalía: Mjög mikilvægur sigur fyrir Birki og félaga

Athugasemdir
banner
banner