
Unnar Steinn er í dag leikmaður Fram en hefur samið við Fylki um að ganga í raðir Árbæjarliðsins. Unnar er miðjumaður sem hefur leikið 51 leik í 1. deild og er á sínu fjórða tímabili í Safamýrinni.
Unnar á að baki fjórtán unglingalandsleiki. Unnar æfði fyrstu áirn með Þrótti R. en gekk í raðir Fram árið 2012. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Nonni virðir ákvörðun Unnars - Fer hann í Fylki í glugganum?
Unnar á að baki fjórtán unglingalandsleiki. Unnar æfði fyrstu áirn með Þrótti R. en gekk í raðir Fram árið 2012. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Nonni virðir ákvörðun Unnars - Fer hann í Fylki í glugganum?
Fullt nafn: Unnar Steinn Ingvarsson.
Gælunafn: Unnsi eða Gunni.
Aldur: 19 ára. (2000)
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti var 6. febrúar 2016, æfingaleikur við Breiðablik.
Uppáhalds drykkur: Nocco Sveinki eða blár Kristall.
Uppáhalds matsölustaður: Er rosa mikið á Ginger þessa dagana.
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island og bachelor þættirnir.
Uppáhalds tónlistarmaður: Kaleo er búinn að vera á repeat í ca 2 mánuði. #slaufaðuþér
Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson fær heiðurinn.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, piparfylltur lakkrís og karamelludýfa.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Tu matt saekja pontunina kl: 21:31 i Skeifuna 17. Ef tu greiddir fyrirfram, maelum vid med ad smella a ´eg er maett(ur)´ i appi eda vef vid komu. Dominos.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert lið sem mér dettur í hug atm, kannski Fjölnir.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Nicolas Kühn og Jann-Fiete Arp.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég persónulega fýlaði Pedro Hipolito, Lalli Grétars og Villi Vill ólu mig upp. Nonni er einnig mjög fínn þjálfari.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Águst Hlyns er óþolandi, hann hættir ekki að hlaupa.
Sætasti sigurinn: Líklegast vs. Fjölni í Sambamýrinni í fyrra sumar, unnum 3-2 skoraði 1 og lagði upp 1.
Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki tekið 3 stig á móti Þrótti um daginn.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool!
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sakna Helga Guðjóns smá þannig væri flott að fá kauða heim í Sambamýrina.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Steinunn Lára & Hekla Dögg Ingvarsdætur.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Magnús Ingi Þórðarson telur sig vera góð 7a á góðum degi þannig að ég verð að gefa honum þennan titil.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Fyrrum leikmaður Aftureldingar, Krista Björt Dagsdóttir.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Alltaf verið CR7 maður en verð að segja Messi.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Alex Freyr Elísson Nýtt er alveg vel hættulegur.
Uppáhalds staður á Íslandi: Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta skiptið sem ég fór á pollamótið í Eyjum vorum við spila leik í riðlinum og það var hálfleikur og ég átti mjög erfitt með að kúka ekki heima hjá mér þannig ég var alveg að kúka í mig. Seinni hálfleikur byrjar og kannski 2 mín búnar af seinni þegar ég kúkaði í mig og kláraði leikinn með kúk í nærbuxunum.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kyssi konuna góða nótt.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekkert þannig aðeins með golfinu bara.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom venom
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var glataður í dönsku.
Vandræðalegasta augnablik: Þegar að ég sofnaði næstum því á morgunfundi hjá Pedro Hipolito og það gerði hann ekkert það hressan og baunaði yfir mig.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki frændurna Arnór Borg og Andra Lucas Gudjohnsen til að gera einhverja vitleysu með. Síðan tæki ég Bradley Simmonds til að halda okkur í hrotta formi.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Á erfitt með að anda með nefinu.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gunnar Gunnarsson, hélt hann væri algjör pappakassi þegar hann kom í Fram, kom í ljós að þetta er einn fyndnasti maður sem ég hef kynnst.
Hverju laugstu síðast: Sagði við mömmu og kærustuna að ég væri búinn að vera rosa duglegur að læra fyrir eðlisfræði próf sem er í næstu viku.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Recovery æfingarnar eru létt boring.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Tiger Woods hvernig ég laga þetta hélvítis slice hjá mér.
Athugasemdir