Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 05. ágúst 2022 10:01
Elvar Geir Magnússon
Pep segir óvissu um Bernardo: Veit ekki hvað mun gerast
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City hefja titilvörnina gegn West Ham á sunnudag og venju samkvæmt sat Pep Guardiola, stjóri liðsins, fyrir svörum á fréttamannafundi í aðdraganda leiksins.

Það áhugaverðasta á fundinum voru ummæli Guardiola um Bernardo Silva. Það hefur verið rætt og ritað um framtíð portúgalska landsliðsmannsins en hann er samningsbundinn til 2025.

Það yrði mikið högg fyrir City að missa þennan 27 ára leikmann sem virðist vilja breyta til og yfirgefa félagið. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona.

Eftir að Gabriel Jesus, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling yfirgáfu City í sumar er erfitt að sjá City hleypa Bernardo í burtu án þess að fá mann í staðinn.

„Vilji leikmannsins er það mikilvægasta. Ég vil að menn séu ánægðir hérna. Ég myndi elska að halda Bernardo hérna, hann er einstakur leikmaður. En ég veit ekki hvað mun gerast," segir Guardiola.

„Ég vil klárlega halda honum. En svar mitt við þessari spurningu er það sama og varðandi aðra leikmenn á síðasta tímabili. Ef leikmaður vill fara og félagið fær gott tilboð þarf að taka skynsamlega ákvörðun. Þannig er raunveruleikinn. Bernardo er mikilvægur leikmaður en ég veit ekki hvað mun gerast. Eftir því sem ég best veit höfum við ekki fengið tilboð í hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner