Karim Adeyemi sóknarmaður Dortmund hefur engan áhuga á að yfirgefa Dortmund en Juventus hefur sýnt honum áhuga.
Gianluca Di Marzio, hjá Sky Sports á Ítalíu, greindi frá því á dögunum að Juventus væri að undirbúa 45 milljóna evra tilboð í leikmanninn.
Adeyemi sem er 22 ára gamall vængmaður gekk til liðs við Dortmund frá RB Salzburg árið 2022 hefur engan áhuga á að yfirgefa þýska félagið.
„Ég er ánægður og elska að vera hjá Borussia Dortmund. Það var alltaf ljóst fyrir mér að ég vildi spila fyrir Dortmund, planið mitt hefur ekki breyst," sagði Adeyemi í samtali við BILD.
Adeyemi lék 34 leiki með Dortmund á síðustu leiktíð. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp tvö.
Athugasemdir