Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Iwobi hetjan gegn Brighton
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fulham 3 - 1 Brighton
1-0 Alex Iwobi ('4)
1-1 Carlos Baleba ('56)
2-1 Matt O'Riley ('79, sjálfsmark)
3-1 Alex Iwobi ('87)

Fulham og Brighton áttust við í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og tóku heimamenn forystuna snemma leiks þegar Alex Iwobi skoraði eftir góða pressu strax á fjórðu mínútu. Bart Verbruggen markvörður Brighton gaf boltann beint á Iwobi sem gerði vel að klára af yfirvegun.

Brighton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að jafna metin. Jöfnunarmarkið kom þó í síðari hálfleik þegar Carlos Baleba skoraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs eftir góða hælsendingu frá Joao Pedro.

Staðan var þá orðin jöfn 1-1 í nokkuð lokuðum slag þar sem liðin gáfu ekki mörg færi á sér. Fulham tók þó forystuna á ný á 79. mínútu eftir að Matt O'Riley varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu frá Iwobi. O'Riley fékk boltann í sig og skoraði þannig sjálfsmark gegn uppeldisfélaginu sínu.

Staðan var orðin 2-1 fyrir Fulham og gerði Iwobi út um viðureignina með snyrtilegu marki eftir laglegt einstaklingsframtak á 87. mínútu leiksins.

Lokatölur urðu 3-1 þar sem Iwobi var allt í öllu í liði Fulham.

Fulham er í sjötta sæti eftir þennan sigur, með 22 stig eftir 14 umferðir, einu stigi á eftir Brighton.
Athugasemdir
banner
banner