Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 06. mars 2023 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Frank: Toney er besta vítaskytta heims
Thomas Frank og Ivan Toney
Thomas Frank og Ivan Toney
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford, er hæstánægður með frammistöðu liðsins á þessu tímabili og hrósar enska framherjanum Ivan Toney í hástert.

Brentford vann Fulham 3-2 í kvöld og hefur nú ekki tapað í síðustu tólf deildarleikjum.

„Ég er hæstánægður sérstaklega þar sem mér fannst við ekkert sérstaklega góðir gegn Palace en vorum vorum töluvert betri í dag.“

„Þeir eru með frábært sjálfstraust og vonandi getum við nýtt þetta viðhorf og haldið áfram að vera auðmjúkir. Við þurfum að vera nógu auðmjúkir til að halda áfram að leggja hart að okkur, vinna einvígin og skila okkur til baka, en að sama skapi vera með sjálfstraust þegar við erum með boltann.“


Brentford er í 9. sæti deildarinnar og Evrópusæti í myndinni.

„Fyrir mér er það mjög mikilvægt að við fáum það tækifæri að leyfa okkur að dreyma og við viljum altaf reyna setja markið eins hátt og mögulegt er en það er líka mikilvægt að við förum ekki fram úr okkur. Við erum á góðum stað og þetta snýst um að halda því áfram.

Toney skoraði úr vítaspyrnu í leiknum í kvöld en hann hefur skorað úr öllum tíu vítum sínum í deildinni. Það var þá fimmtánda mark hans á tímabilinu.

„Þetta er svo mögnuð saga og hann er besta vítaskytta heimsins. Þetta er ekki heppni eða tilviljun. Hann er rosalega rólegur og svalur á þessum augnablikum.“

„Þetta er allt mér að þakka og aðeins mér. Neinei, Ivan á allt hrós skilið og þetta er tæknin sem hann var með þegar hann kom til Brentford. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju hann er besta vítaskytta heims. Það er aðferðin og hann gerir þetta alltaf eins. Þetta er einstakur hæfileiki.“

„Áður en þetta kom upp með málið hans þá var hann með einstakan hæfileika að einbeita sér leikjum og æfingum og hann hefur haldið áfram að gera það en það kemur mér ekkert á óvart. Hann er ekki ánægður með stöðuna en einbeitingin er í topplagi.“

„Hann er sérstakur fótboltamaður og karakterinn hans einstakur þegar það kemur að leiðtogahæfileikum og að keyra liðið áfram. Hann er góður að tengja spil og hvernig hann sér liðsfélaga sína til að byggja það upp og skora. Hann er alhliða fótboltamaður,“
sagði Frank.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner