Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   þri 06. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Romeu til Girona á láni (Staðfest)
Romeu í leik með Girona
Romeu í leik með Girona
Mynd: Getty Images

Oriol Romeu er aftur kominn til Girona en í þetta sinn á láni frá Barcelona.


Romeu er 32 ára gamall spænskur miðjumaður en hann gekk til liðs við Barcelona frá Girona síðasta sumar. Hann lék 37 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum.

Hann spilaði 34 leiki fyrir Girona tímabilið á undan.

Romeu er gríðarlega reynslumikill en hann er uppalinn hjá Barcelona. Hann gekk til liðs við Chelsea árið 2011 og fór þaðan til Southampton árið 2015 áður en hann gekk til liðs við Girona.


Athugasemdir
banner
banner
banner