Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 07. janúar 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lenti með takkana framan í Traore - Frábært mark Mac Allister
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það voru ýmis atvik sem áttu sér stað í bikarleikjum kvöldsins á Englandi. Þar var mikil spenna í viðureign Liverpool og Wolves sem lauk með 2-2 jafntefli eftir dramatískan lokakafla.


Adama Traore lék allan leikinn á hægri kanti Úlfanna og hélt leik áfram eftir að hafa orðið fyrir afar óheppilegum árekstri þar sem Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, lenti með takkana framan í honum.

Atvikið er hægt að sjá hér fyrir neðan en ljóst er að Traore er heppinn að sleppa án áverka.

Fyrr um kvöldið datt Newcastle United afar óvænt úr leik gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday. Þar var staðan 2-1 þegar Chris Wood komst í dauðafæri á lokakaflanum en fór illa að ráði sínu og setti boltann framhjá markinu. 

Svekkjandi fyrir Wood sem hlýtur að dauðsjá eftir þessari slöppu marktilraun.

Heimsmeistarinn Alexis Mac Allister skoraði þá í stórsigri Brighton á útivelli gegn Middlesbrough. Mac Allister gerði afar laglegt mark með hælnum sem má sjá með að smella hér fyrir neðan.

Sjáðu klúðrið hjá Wood
Sjáðu laglegt mark Mac Allister


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner