Það voru ýmis atvik sem áttu sér stað í bikarleikjum kvöldsins á Englandi. Þar var mikil spenna í viðureign Liverpool og Wolves sem lauk með 2-2 jafntefli eftir dramatískan lokakafla.
Adama Traore lék allan leikinn á hægri kanti Úlfanna og hélt leik áfram eftir að hafa orðið fyrir afar óheppilegum árekstri þar sem Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, lenti með takkana framan í honum.
Atvikið er hægt að sjá hér fyrir neðan en ljóst er að Traore er heppinn að sleppa án áverka.
Fyrr um kvöldið datt Newcastle United afar óvænt úr leik gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday. Þar var staðan 2-1 þegar Chris Wood komst í dauðafæri á lokakaflanum en fór illa að ráði sínu og setti boltann framhjá markinu.
Svekkjandi fyrir Wood sem hlýtur að dauðsjá eftir þessari slöppu marktilraun.
Heimsmeistarinn Alexis Mac Allister skoraði þá í stórsigri Brighton á útivelli gegn Middlesbrough. Mac Allister gerði afar laglegt mark með hælnum sem má sjá með að smella hér fyrir neðan.
Sjáðu klúðrið hjá Wood
Sjáðu laglegt mark Mac Allister