Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. febrúar 2023 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland verður í A-deild í fyrstu Þjóðadeild kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það verður dregið í fyrstu Þjóðadeild í sögu kvennaboltans 2. maí næstkomandi. Kvennalandslið hafa verið að spila æfingaleiki undanfarin fjögur ár á meðan karlaliðin hafa verið í Þjóðadeildinni.


Innan raða evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þykir núverandi fyrirkomulag mun betra heldur en áður karlamegin og hefur því verið tekin ákvörðun um að innleiða Þjóðadeildina einnig kvennamegin.

Allt er klappað og klárt og verður dregið í riðla 2. maí í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss. Drátturinn fer fram klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Þjóðum verður skipt upp í A, B og C-deildir þar sem Ísland mun byrja í A-deild.

Í A-deild verða 16 landslið, fjögur í hverjum riðli. Botnlið hvers riðils fellur niður í B-deild á meðan efsta sætið vinnur sér inn þátttökurétt í úrslitakeppninni - þar sem verður meðal annars hægt að tryggja sér sæti á EM.

Þjóðadeildin verður leikin næsta haust og er mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild þar sem tvö efstu sæti hvers riðils þar fá beinan þátttökurétt á EM 2025.

UEFA hefur því samtvinnað EM og Þjóðadeildina og mikilvægt að standa sig vel í hverjum einasta leik, þar sem slæmur árangur í Þjóðadeildinni getur haft neikvæð áhrif á möguleikana að komast á lokamót EM.

Hægt er að lesa nánar um Þjóðadeildina, undankeppni EM 2025 og EM 2025 á vef UEFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner