Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 07. október 2020 11:29
Elvar Geir Magnússon
Cavani í tveggja vikna sóttkví
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Allt bendir til þess að einhver bið verði á því að úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani geti spilað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United.

BBC segir að Cavani, sem gekk í raðir Manchester United á mánudag, þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví þar sem hann hefur ekki verið hluti af „búbblu" atvinnumanna í fremstu röð.

Cavani er 33 ára yfirgaf Paris St-Germain í sumar þegar samningur hans rann út.

Næsti leikur United er útileikur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni þann 17. október.

United verður án Anthony Martial í þeim leik þar sem hann tekur út leikbann.

Cavani má ekki æfa með nýjum liðsfélögum sínum og gæti misst af Meistaradeildarleik gegn PSG þann 20. október þar sem hann verður ekki búinn að ná nægilega mörgum æfingum.

Enski sóknarmaðurinn Harry Kane þurfti að fara í tveggja vikna sóttkví eftir að hann kom heim úr fríi í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner