Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti KR litið svona út á næsta tímabili?
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik hjá KR á síðasta tímabili.
Fyrir leik hjá KR á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR ætlar sér ekki að vera aftur í fallbaráttu á næsta tímabili. Það eru alveg hreinar línur.

Það var tilkynnt í gær að Arnór Ingvi Traustason væri genginn í raðir félagsins. Arnór Ingvi kemur í íslenska boltann með gríðarlega mikla reynslu á bakinu en hann er 32 ára gamall og hefur spilað 67 landsleiki.

Arnór Ingvi hefur enn alla burði til að vera einn besti leikmaður Bestu deildarinnar, ef ekki bara sá besti. Gert er ráð fyrir því að hann komi inn á miðjuna hjá KR.

KR hefur einnig samið við Hilmar Árna Halldórsson um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins og er það virkilega spennandi ráðning.

Við á Fótbolta.net settum til gamans upp mögulegt byrjunarlið KR fyrir næsta tímabil. Við erum þá að gera ráð fyrir að KR-ingar séu ekki hættir á leikmannamarkaðnum.



Þarna bætum við líka við Jason Daða Svanþórssyni, leikmanni Grimsby á Englandi. Hann hefur verið orðaður við Breiðablik og KR. Jóhannes Kristinn Bjarnason er þá orðaður í burtu frá Kolding í Danmöku og spurning hvort hann gæti snúið aftur heim í KR en við setjum hann líka í þetta lið en eins og áður segir er þetta bara mögulegt lið.

Varnarleikur KR var ekki góður á nýliðnu tímabili og spurning hvort Vesturbæingar horfi ekki í það að styrkja varnarlínu sína eitthvað.

Er þetta lið sem getur barist um Íslandsmeistaratitilinn?
Athugasemdir
banner
banner