Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. nóvember 2018 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór kominn á blað í Meistaradeildinni - Sjáðu markið
Hörður fékk rautt!
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Skagamaður, Arnór Sigurðsson, er búinn að opna markareikning sinn í Meistaradeild Evrópu. Hann jafnaði fyrir CSKA Moskvu gegn Roma.

Ferill Arnórs hefur verið á hraðri uppleið. Hann fór til Norrköping í Svíþjóð á síðasta ári og var keyptur til CSKA í sumar. Hann var dýrasti leikmaður sem Norrköping hefur nokkurn tímann selt.

Arnór byrjaði hjá CSKA í kvöld og hann var að skora jöfnunarmark liðsins í 1-1. Roma svaraði þó fljótlega og komst 2-1 yfir með marki Lorenzo Pellegrini.

Stuttu áður hafði Hörður Björgvin Magnússon fengið að líta rauða spjaldið hjá CSKA. Íslendingarnir að stela senunni.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Arnóri.

Arnór þriðji Íslendingurinn
Samkvæmt Íþróttafréttamanninum Tómasi Þór Þórðarsyni er Arnór þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni.


Hinir leikmennirnir eru Alfreð Finnbogason og Eiður Smári Guðjohnsen.

Arnór hefur ekki enn verið valinn í íslenska landsliðshópinn en það hlýtur að gerast í næsta verkefni, sem er í þessum mánuði.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner