Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 11:09
Elvar Geir Magnússon
Ofurstjarnan sem allir telja sig vera betri án
Cristiano Ronaldo á bekknum.
Cristiano Ronaldo á bekknum.
Mynd: Getty Images
Ljósmyndarar beina linsunum að Ronaldo meðal varamanna.
Ljósmyndarar beina linsunum að Ronaldo meðal varamanna.
Mynd: Getty Images
„Cristiano Ronaldo er orðinn að ofurstjörnu sem enginn vill eftir að Portúgal fylgdi fordæmi Manchester United og tók þá ákvörðun að liðið gæti verið betur sett án hans," skrifar Phil McNulty, blaðamaður BBC sem staddur er á HM í Katar.

Ronaldo var geymdur á bekknum stærsta hluta leiksins þegar Portúgal rúllaði yfir Sviss 6-1 í 16-liða úrslitum í gær.

Hugrakkasta ákvörðun mótsins
„Portúgal var klárlega betra án hans því hugrekki þjálfarans Fernando Santos skilaði 6-1 sigri og sæti í 8-liða úrslitum. Þetta var hugrakkasta ákvörðun mótsins og sú stærsta sem Santos hefur tekið á þeim átta árum sem hann hefur stýrt Portúgal."

McNulty fjallar um að þetta sé erfiður tími fyrir stolt og sjálfsálit hins 37 ára gamla Ronaldo

„Santos var meðvitaður um að hann yrði gerður að sökudólgnum ef Portúgal hefði tapað í gær með Cristiano Ronaldo. En í staðinn þá virkaði liðið líflegra, fljótara og hættulegra lið og einbeitingin á réttum stað án yfirþyrmandi nærveru Ronaldo."

Fyrir leikinn í gær hafði Ronaldo spilað 514 mínútur í útsláttarkeppni HM án þess að skora. Goncalo Ramos skoraði þrjú á 67 mínútum.

„Hvað næst fyrir fallna stjörnu félagsliðs og landsliðs? Klárlega í besta falli bekkjarseta gegn Marokkó," skrifar McNulty sem sér Ronaldo ekki byrja gegn Marokkó í 8-liða úrslitum.

Ronaldo er félagslaus eftir að samningi hans við Manchester United var rift og hann vonaðist til þess að frammistaða sín á HM myndi lokka stórlið í að taka upp veskið.
HM hringborðið - Karnival í Katar og Spánn fær ekki að vera með
Athugasemdir
banner
banner
banner