Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. ágúst 2019 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Stefán: Donni kemur með sína kunnáttu og visku
Halldór Jón á leiknum í gær.
Halldór Jón á leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna, var tilkynntur í þjálfarateymi KA á dögunum og hann var á varamannabekk KA í fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 4-0 gegn Breiðablik í Kópavoginum í gærkvöldi.

Sveinn Þór Steingrímsson var aðstoðarþjálfari KA en hann var ráðinn þjálfari Magna á Grenivík í síðustu viku og þurfti því KA að finna mann til að aðstoða Óla Stefán Flóventsson.

Óli Stefán var spurður út í þetta í viðtali eftir tapið í gær.

„Hann kemur inn í þjálfarateymið með sína kunnáttu og visku. Hann hjálpar okkur. Við þurfum að huga að því að hann er þjálfari Þórs/KA og við púslum og sníðum eftir því. Við erum með fleiri menn í teyminu og við gerum eins vel og við getum gert úr því," sagði Óli Stefán í viðtali við Fótbolta.net.

KA er í fallsæti með 16 stig eftir fimmtán umferðir en liðið tekur á móti Stjörnunni í 16. umferðinni næstkomandi sunnudag.
Óli Stefán: Allt viðhorf og hugarfar til skammar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner